Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76 Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. janúar 2012 20:57 KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum