Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, fær á morgun leyfi til þess að fá gesti í gæsluvarðhaldfangelsið í fyrsta sinn síðan hann var handtekinn. Ástæðan er sú að saksóknarar í málinu fóru ekki fram á áframhaldandi einangrun. Með því mun Breivik í fyrsta sinn geta veitt fjölmiðlum viðtöl frá því að hann myrti 77 manns seinni partinn í júlí í fyrra.
Odd Gron, aðstoðarmaður Geirs Lippestad verjanda Breiviks, segir að Breivik hafi fengið fjölda bréfa frá stuðningsmönnum hans sem óska eftir því að fá að hitta hann. „Það hafa komið bréf frá aðdáendum. Það hafa komið bréf frá fólki sem styður hann, fólki sem vill segja honum að það styður hann ekki og einnig bréf frá blaðamönnum sem vilja hitta hann," er haft eftir Gron á vef Daily Telegraph.
Breivik hefur játað að hafa orðið 8 manns að bana með sprengju í Osló þann 22. júlí síðastliðinn og síðan að hafa farið í sumarbúðir ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þar sem hann skaut 69 manns til bana.
Fjöldi fólks vill hitta Breivik
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent




Ógeðslega stoltur af kennurum
Innlent

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent


