Sport

Ásdís í 2. sæti | Besti árangur frjálsíþróttamanns í sjö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð í öðru sæti í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2011. Heiðar fékk 30 stigum meira en Ásdís í kjörinu.

Ásdís er fyrsti frjálsíþróttamaðurinn í sjö ár sem kemst inn á topp þrjú í kjörinu eða síðan að stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir varð í 2. sæti á eftir Eið Smára Guðjohnsen í kjöri á Íþróttamanni ársins 2004.

Ásdís er ennfremur fyrsti kastarinn síðan 1992 sem endar svona ofarlega í kjörinu eða síðan að spjótkastarinn Sigurður Einarsson var kjörinn Íþróttamaður ársins fyrir 19 árum eftir að hann náði 5. sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona.

21 frjálsíþróttamaður hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins en Vala Flosadóttir var síðustu til að fá þessa útnefningu árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×