Ásgeir Sigurgeirsson, skammbyssuskyta úr Skotfélagi Reykjavíkur, lenti í 13. sæti af 83 keppendum á Internationaler Wettkampf München 2012 mótinu í dag. Hann var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit.
Ásgeir fylgdi vel á eftir frábærum árangri hans á móti sömu tegundar í gær. Þá hafnaði hann í 2. sæti í úrslitum eftir að hafa fengið 583 stig í undankeppninni. Hann fékk aðeins fjórum stigum minna í undankeppninni dag, 579 stig, sem dugðu þó ekki til að komast í úrslitin.
Árangurs Ásgeirs í gær er einstakur og besti árangur Íslendings í skotíþróttum frá upphafi að því er segir í tilkynningu frá Skotíþróttasambandi Íslands.
Ásgeir náði frábærum árangri í Þýskalandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
