Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 16:53 Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07