Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur hans var að renna út í vor. Thunder hefði getað jafnað öll tilboð í kappann í sumar en ákvað að ganga frá nýjum samningi strax.
Westbrook fær 80 milljónir dollara fyrir fimm ára samning sem gerir tæplega tíu milljarða íslenskra króna. Westbrook er einn af framtíðarstjörnum deildarinnar en hann er með 20,5 stig og 5,5 stoðsendingar að meðaltali það sem af er þessu tímabili.
Westbrook og félagar í Thunder eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni eins og er (12 sigra í 15 leikjum) en með liðinu spilar einnig hinn frábæri Kevin Durant sem hefur verið stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil.
Westbrook skoraði 36 stig í síðasta leik Oklahoma City Thunder og það lítur út fyrir að hann hafi þá verið að halda upp á nýjan samning. Westbrook var búinn að fá 11,2 milljónir dollara fyrir fyrstu þrjú tímabil sín með Oklahoma City.
Westbrook fékk nýjan 80 milljón dollara samning hjá Thunder
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið
Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum
Enski boltinn
Liverpool kvartar í dómarasamtökunum
Enski boltinn
Blikarnir taplausir á toppnum
Körfubolti