NBA: Parker með 42 stig í sigri San Antonio á Oklahoma City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2012 11:00 Tony Parker og Tim Duncan. Mynd/AP San Antonio Spurs liðið er að komast á skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann besta lið deildarinnar, Oklahoma City Thunder, í nótt þökk sé stórleik frá Tony Parker. Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers töpuðu bæði sínum leikjum en New York Knicks náði að vinna nágrannaslaginn við New Jersey Nets.Tony Parker skoraði 42 stig og bætti einnig stoðsendingamet félagsins þegar San Antonio Spurs vann 107-96 sigur á Oklahoma City Thunder en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Pareker gaf 9 stoðsendingar í leiknum og hefur nú gefið 4477 stoðsendingar í búningi Spurs. Metsendingin hans var að sjálfsögðu inn á Tim Duncan sem var með 13 stig og 15 fráköst í leiknum. Kevin Durant var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Oklahoma City, Jason Harden skoraði 19 stig og Russell Westbrook var með 18 stig.Al Jefferson skoraði 18 stig og Paul Millsap var með 16 stig þegar Utah Jazz vann Los Angeles Lakers 96-87. Earl Watson var samt lykilmaður á bak við 14-0 sprett Utah í fjórða leikhlutanum en han var alls með 8 stig og 6 stoðsendingar í leikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers og Pau Gasol var með 24 stig og 16 fráköst en það dugði ekki til og Lakers-liðið er búið að tapa 8 af 11 útileikjum sínum í vetur.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 26 stig og 13 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-90 sigur á Milwaukee Bucks. Luol Deng snéri aftur eftir meiðsli og skoraði 21 stig en Deng var búinn að missa af sjö leikjum Chicago í röð.Blake Griffin gældi við þrennuna í 107-81 stórsigri Los Angeles Clippers á Washington Wizards. Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar en miðherjinn DeAndre Jordan var með 18 stig og 11 fráköst. Mo Williams skoraði 17 stig fyrir Clippers sem vann í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Nick Young og John Wall skoruðu báðir 14 stig fyrir Washington.Jeremy Lin fagnar í nótt.Mynd/APNicolas Batum skoraði 9 þriggja stiga körfur og alls 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 117-97 sigur á Denver Nuggets. Enginn hefur skoraði fleiri þrista í leik í NBA vetur og þetta var einnig félagsmet. Gerald Wallace var með 17 stig og Marcus Camby tók 20 fráköst fyrir Portland en Danilo Gallinari var stigahæstur hjá Denver með 20 stig.Jeremy Lin skoraði 25 stig og 7 stoðsendingar af bekknum fyrir New York Knicks í 99-92 sigri á nágrönnunum í New Jersey Nets. Amare Stoudemire og Tyson Chandler skoruðu báðir 17 stig í aðeins þriðja sigri New York í síðustu fjórtán leikjum. Deron Williams var með 21 stig og 11 fráköst hjá New Jersey og Kris Humphries bætti við 20 stigum og 12 fráköstum.Nikola Vucevic skoraði 15 stig og var einn af sex leikmönnum Philadelphia 76ers sem skoruðu tíu stig eða meira í 98-87 sigri á Atlanta Hawks í viðureign tveggja af betri liðum Austurdeildarinnar. Jeff Teague var með 21 stig hjá Atlanta. Lou Williams og Thaddeus Young voru með 14 stig fyrir Sixers og Andre Iguodala var með 9 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Kyrie Irving.Mynd/APNýliðinn Kyrie Irving skoraði magnaða körfu 15,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Cleveland Cavaliers vann 91-88 sigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Þetta var önnur sigurkarfa Irving í vikunni en hann endaði leikinn með 20 stig. Anderson Varejao skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig en Dallas skoraði ekki körfu utan af velli síðustu 4 mínútur og 13 sekúndur leiksins.Kevin Love var með 25 stig og 18 fráköst og Luke Ridnour skoraði 22 stig þegar Minnesota Timberwolves vann 100-91 sigur á Houston Rockets. Þetta var fimmti sigur Minnesota í síðustu sjö leikjum. Kyle Lowry var með 24 stig og 11 stoðsendingar hjá Houston.Dwight Howard var með 27 stig og 8 fráköst þegar Orlando Magic vann 85-81 sigur á Indiana Pacers. Danny Granger skoraði 19 stig fyrir Indiana. Orlando-liðið er nú búið að vinna þrjá leiki í röð. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APWashington Wizards - Los Angeles Clippers 81-107 Atlanta Hawks - Philadelphia 76Ers 87-98 Indiana Pacers - Orlando Magic 81-85 New York Knicks - New Jersey Nets 99-92 Detroit Pistons - New Orleans Hornets 89-87 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 91-88 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 100-91 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 90-113 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 107-96 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-87 Phoenix Suns - Charlotte Bobcats 95-89 Sacramento Kings - Golden State Warriors 114-106 (framlengt) Portland Trail Blazers - Denver Nuggets 117-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira
San Antonio Spurs liðið er að komast á skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann besta lið deildarinnar, Oklahoma City Thunder, í nótt þökk sé stórleik frá Tony Parker. Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers töpuðu bæði sínum leikjum en New York Knicks náði að vinna nágrannaslaginn við New Jersey Nets.Tony Parker skoraði 42 stig og bætti einnig stoðsendingamet félagsins þegar San Antonio Spurs vann 107-96 sigur á Oklahoma City Thunder en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Pareker gaf 9 stoðsendingar í leiknum og hefur nú gefið 4477 stoðsendingar í búningi Spurs. Metsendingin hans var að sjálfsögðu inn á Tim Duncan sem var með 13 stig og 15 fráköst í leiknum. Kevin Durant var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Oklahoma City, Jason Harden skoraði 19 stig og Russell Westbrook var með 18 stig.Al Jefferson skoraði 18 stig og Paul Millsap var með 16 stig þegar Utah Jazz vann Los Angeles Lakers 96-87. Earl Watson var samt lykilmaður á bak við 14-0 sprett Utah í fjórða leikhlutanum en han var alls með 8 stig og 6 stoðsendingar í leikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers og Pau Gasol var með 24 stig og 16 fráköst en það dugði ekki til og Lakers-liðið er búið að tapa 8 af 11 útileikjum sínum í vetur.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 26 stig og 13 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-90 sigur á Milwaukee Bucks. Luol Deng snéri aftur eftir meiðsli og skoraði 21 stig en Deng var búinn að missa af sjö leikjum Chicago í röð.Blake Griffin gældi við þrennuna í 107-81 stórsigri Los Angeles Clippers á Washington Wizards. Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar en miðherjinn DeAndre Jordan var með 18 stig og 11 fráköst. Mo Williams skoraði 17 stig fyrir Clippers sem vann í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Nick Young og John Wall skoruðu báðir 14 stig fyrir Washington.Jeremy Lin fagnar í nótt.Mynd/APNicolas Batum skoraði 9 þriggja stiga körfur og alls 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 117-97 sigur á Denver Nuggets. Enginn hefur skoraði fleiri þrista í leik í NBA vetur og þetta var einnig félagsmet. Gerald Wallace var með 17 stig og Marcus Camby tók 20 fráköst fyrir Portland en Danilo Gallinari var stigahæstur hjá Denver með 20 stig.Jeremy Lin skoraði 25 stig og 7 stoðsendingar af bekknum fyrir New York Knicks í 99-92 sigri á nágrönnunum í New Jersey Nets. Amare Stoudemire og Tyson Chandler skoruðu báðir 17 stig í aðeins þriðja sigri New York í síðustu fjórtán leikjum. Deron Williams var með 21 stig og 11 fráköst hjá New Jersey og Kris Humphries bætti við 20 stigum og 12 fráköstum.Nikola Vucevic skoraði 15 stig og var einn af sex leikmönnum Philadelphia 76ers sem skoruðu tíu stig eða meira í 98-87 sigri á Atlanta Hawks í viðureign tveggja af betri liðum Austurdeildarinnar. Jeff Teague var með 21 stig hjá Atlanta. Lou Williams og Thaddeus Young voru með 14 stig fyrir Sixers og Andre Iguodala var með 9 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Kyrie Irving.Mynd/APNýliðinn Kyrie Irving skoraði magnaða körfu 15,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Cleveland Cavaliers vann 91-88 sigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Þetta var önnur sigurkarfa Irving í vikunni en hann endaði leikinn með 20 stig. Anderson Varejao skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig en Dallas skoraði ekki körfu utan af velli síðustu 4 mínútur og 13 sekúndur leiksins.Kevin Love var með 25 stig og 18 fráköst og Luke Ridnour skoraði 22 stig þegar Minnesota Timberwolves vann 100-91 sigur á Houston Rockets. Þetta var fimmti sigur Minnesota í síðustu sjö leikjum. Kyle Lowry var með 24 stig og 11 stoðsendingar hjá Houston.Dwight Howard var með 27 stig og 8 fráköst þegar Orlando Magic vann 85-81 sigur á Indiana Pacers. Danny Granger skoraði 19 stig fyrir Indiana. Orlando-liðið er nú búið að vinna þrjá leiki í röð. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APWashington Wizards - Los Angeles Clippers 81-107 Atlanta Hawks - Philadelphia 76Ers 87-98 Indiana Pacers - Orlando Magic 81-85 New York Knicks - New Jersey Nets 99-92 Detroit Pistons - New Orleans Hornets 89-87 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 91-88 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 100-91 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 90-113 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 107-96 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-87 Phoenix Suns - Charlotte Bobcats 95-89 Sacramento Kings - Golden State Warriors 114-106 (framlengt) Portland Trail Blazers - Denver Nuggets 117-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira