Þetta er niðurstaða hans eftir að Vísindanefnd Evrópusambandsins um nýjar og vaxandi heilsuvár gaf út skýrslu um PIP púðana í gær. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir mat landlæknis byggt á faglegum forsendum og að velferðarráðuneytið muni bregðast við í samræmi við þær ábendingar sem þar komi fram. Unnið verði að skipulagningu viðbragða og framkvæmd aðgerða á næstu dögum og muni ráðherra taka málið fyrir á fundi ríkisstjórnar næstkomandi þriðjudag.
Geir Gunnlaugsson landlæknir telur ráðlegt að PIP brjóstafyllingar verði fjarlægðar úr öllum konum sem þær bera. Þetta er niðurstaða hans eftir að Vísindanefnd Evrópusambandsins um nýjar og vaxandi heilsuvár gaf út skýrslu um PIP púðana í gær. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir mat landlæknis byggt á faglegum forsendum og að velferðarráðuneytið muni bregðast við í samræmi við þær ábendingar sem þar komi fram. Unnið verði að skipulagningu viðbragða og framkvæmd aðgerða á næstu dögum og muni ráðherra taka málið fyrir á fundi ríkisstjórnar næstkomandi þriðjudag.