Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 97-95 Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 18. febrúar 2012 11:44 Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira