CCP með 8 milljarða í tekjur á síðasta ári 22. febrúar 2012 14:12 Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið
Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið