CCP með 8 milljarða í tekjur á síðasta ári 22. febrúar 2012 14:12 Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira