CCP með 8 milljarða í tekjur á síðasta ári 22. febrúar 2012 14:12 Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tekjur tölvuleikjaframleiðandans CCP námu 66 milljónum dollara á síðast ári eða um 8 milljörðum íslenskra króna. Á tæknifréttasíðunni TechCrunch kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins hafi verið um 300 milljónir dollara frá því tölvuleikurinn EVE Online kom á markað. Þá kemur fram að árlegur vöxtur teknanna hafi verið rúm 50%. Rúmlega 400.000 manns spila tölvuleikinn að staðaldri og hefur notendum fjölgað staðfastlega frá því leikurinn var kynntur árið 2003. Í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári þurfti CCP að segja upp 20% starfsmanna sinna. Þá fækkaði notendum þó nokkuð á því tímabili. CCP vinnur nú að þróun tölvuleikjarins DUST 514 en hann fer í sölu í sumar. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem verður aðeins fáanlegur á Playstation 3 leikjatölvunni. Fyrstu persónu skotleikir eru eitt vinsælasta tölvuleikjaform veraldar en leikir á borð við Call of Duty: Modern Warfare 3 og Battlefield 3 hafa halað inn milljörðum í sölutekjur. Hægt er að sjá brot úr DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira