Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Haas höndlaði pressuna best í æsispennandi bráðabana. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira