Fanndís tryggði stelpunum sigur á Kína | Mæta Dönum í leik um 5. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2012 15:08 Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenska liðið, hafði eins og Kína, tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en mætir nú Danmörku í leik um fimmta sætið á miðvikudaginn. Danir unnu 1-0 sigur á Noregi fyrr í dag og tryggði sér með því þriðja sætið í hinum riðlinum. Fanndís kom inn á sem varamaður fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur á 64. mínútu en sigurmarkið skoraði hún á 79. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður hefur þar með lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslensku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér með því þriðja sætið í riðlinum og um leið leik um fimmta sætið á mótinu. Íslenska liðið þurfti sigur til að hafna ofar en Kína og stelpurnar sýndu það á lokakaflanum að þær ætluðu sér í leikinn um fimmta sætið. ísland mætir þar Danmörku á miðvikudaginn.90. mínúta - Þýskaland vann 4-0 sigur á Svíþjóð í hinum leik riðilsins og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Japan. Célia Okoyino da Mbabi skoraði þrennu og Alexandra Popp innsiglaði sigurinn undir lokin. Sænsku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í leik um þriðja sætið.79. mínúta - Íslensku stelpurnar komast yfir og ætla að tryggja sér leik við Dani um þriðja sætið í mótinu Varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði markið. Fanndís skorar af öryggi eftir stungusendingu frá Hólmfríði en tveimur mínútum áður hafði Harpa átt hælspyrnu, eftir hornspyrnu, sem bjargað var á marklínu.75. mínúta - Liðið sem hafnar í þriðja sæti í A riðli mætir Dönum í leik um 5. sætið en Kína nægir jafntefli til þess að tryggja sér þriðja sætið. Liðin sem hafna í neðstu sætunum í A og B riðli leika við tvær efstu þjóðirnar í C riðli um sæti og eins og er stefnir í það að það verði hlutskipti íslenska liðsins.68. mínúta - Sigurður Ragnar hefur gert tvær breytingar á stuttum tíma. Fanndís Friðriksdóttir kom inn fyrir Gretu Mjöll á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Margrét Lára Viðarsdóttir út og Harpa Þorsteinsdóttir kom inn fyrir hana. Enn heldur tíðindalítið, íslenska liðið fékk 3 hornspyrnu á fjögurra mínútna kafla en þær sköpuðu ekki teljandi hættu.64. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að innsigla þrennu sína og svo gott sem tryggja Þjóðverjum sigur á Svíum í hinum leik riðilsins en Þýskaland er 3-0 yfir á móti Svíþjóð þegar tæpur hálftími er eftir.50. mínúta - Fyrsta breytingin hjá íslenska liðinu. Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. Gunnhildur Yrsa kemur inn á miðjuna og Guðný fer aftur í bakvörðinn í stað Rakelar.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Það er markalaust í hálfleik. Á síðustu mínútu hálfleiksins hafnaði boltinn í neti Kínverja eftir hornspyrnu en markið var hinsvegar dæmt af þrátt fyrir mikil mótmæli íslensku leikmannanna. Líklegast að dæmt hafi verið á brot á markverði Kínverja.40. mínúta - Það er enn markalaust í leiknum en íslenska liðið hefur verið heldur hættulegra í sínum sóknaraðgerðum. Kínverjar hafa fengið aðra hornspyrnu og voru rétt í þessu að gera sína þriðju breytingu í fyrri hálfleiknum þannig að mexíkóski dómarinn bætir líklega nokkrum mínútum við í uppbótartíma.30. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi er í miklu stuði því hún er búin að skora sitt annað mark og þær þýsku eru því komnar í 2-0 á móti Svíþjóð. Leikirnir í B-riðli eru líka búnir. Japan vann Bandaríkin 1-0 og Danmörk vann Noreg 1-0. Japanar spila því til úrslita á mótinu á móti væntanlega Þýskalandi ef ekkert breytst í leik Þjóðverja ig Svía.26. mínúta - Margrét Lára Viðarsdóttir á skot úr stöngina úr aukaspyrnu utan af kanti. "Skotfyrgjöf" hennar hafnaði í stönginni áður en Kínverjar náðu að bægja hættunni frá. Tækifærin annars af skornum skammti samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ en mikil barátta er hinsvegar í leiknum og hafa tvær kínverskar stelpur þurft að yfirgefa völlinn.25. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að koma Þýskalandi í 1-0 á móti Svíum með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum.22. mínúta - Leikurinn hjá Íslandi og Kína fer rólega af stað og eftir 20 mínútur hafa engin færi litið dagsins. Ein hornspyrna litið dagsins ljós og var hún kínversk.20. mínúta - Staðan er enn markalaust hjá íslensku stelpunum en heimsmeistarar Japans voru að komast í 1-0 á 83. mínútu á móti Bandaríkjunum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í hinum riðlinum. Danir eru að vinna Norðmenn 1-0 en þessir leikir hófust klukkan 14.00.15. mínúta - Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum alveg eins og í leik Svíþjóðar og Þýskalands sem fer fram á sama tíma. Leikur Svía og Þjóðverja er sýndur beint á Eurosport.Leikurinn er hafinn á Estádio Municipal de Lagos.Fyrir leik - Það styttist í leikinn og íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn. Aðstæður eru sem fyrr hinar ákjósanlegustu en leikið er á sama velli og gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en íslenska liðið tapaði þá naumlega 0-1.Fyrir leik - Leikur Íslands og Kína hefst klukkan 15.30 og á sama tíma spila Þýskaland og Svíþjóð um sigurinn í riðlinum. Efsta sætið í riðlinum kemur liðinu í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Bandaríkjunum eða Japan.Fyrir leik - Sigurvegari leiksins í dag tryggir sér þriðja sætið í A-riðlinum og þar með sæti í leiknum um fimmta sætið á móti annaðhvort Danmörku eða Noregi. Það lið sem endar í 4. sætið leikur við lið úr neðri hluta keppninnar.Fyrir leik - Kína er búið að tapa 0-1 í tveimur fyrstu leikjum sínum í Algarvebikarnum. Þýsku stelpurnar skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu á 33. mínútu en sigurmark þeirra sænsku kom ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok.Fyrir leik - Sex leikmenn íslenska liðsins hafa verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum en það eru Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir,Fyrir leik - Íslensku stelpurnar unnu 2-1 sigur á Kína á Algarve í fyrra. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þá bæði mörkin eftir að kínverska liðið hafði komist yfir á 21. mínútu. Fyrra mark Margrétar kom beint úr aukaspyrnu en það síðara eftir mikið einstaklingsframtak.Fyrir leik - Guðbjörg Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Mist Edvardsdóttir voru allar í byrjunarliðinu á móti Svíum en eru núna á bekknum. Fanndís og Mist voru búnar að byrja tvo fyrstu leikina.Fyrir leik - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari gerir alls fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum við Svía á föstudaginn en Greta Mjöll Samúelsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir koma inn í byrjunarliðið ásamt systrunum teimur úr Eyjum, Margrét Láru og Elísu.Fyrir leik - Margrét Lára Viðarsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið og systir hennar Elísa Viðarsdóttir byrjar sinn fyrsta A-landsleik. Þetta er því í fyrsta sinn sem systurnar úr Eyjum eru saman í byrjunarliði A-landsliðsins og jafnframt í fyrsta sinn sem þær byrja saman alvöru leik.Byrjunarlið Íslands á móti Kína:Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný GísladóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Elísa Viðarsdóttir.Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.Vinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðný Björk ÓðinsdóttirHægri kantur: Dóra María LárusdóttirSóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenska liðið, hafði eins og Kína, tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en mætir nú Danmörku í leik um fimmta sætið á miðvikudaginn. Danir unnu 1-0 sigur á Noregi fyrr í dag og tryggði sér með því þriðja sætið í hinum riðlinum. Fanndís kom inn á sem varamaður fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur á 64. mínútu en sigurmarkið skoraði hún á 79. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður hefur þar með lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslensku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér með því þriðja sætið í riðlinum og um leið leik um fimmta sætið á mótinu. Íslenska liðið þurfti sigur til að hafna ofar en Kína og stelpurnar sýndu það á lokakaflanum að þær ætluðu sér í leikinn um fimmta sætið. ísland mætir þar Danmörku á miðvikudaginn.90. mínúta - Þýskaland vann 4-0 sigur á Svíþjóð í hinum leik riðilsins og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Japan. Célia Okoyino da Mbabi skoraði þrennu og Alexandra Popp innsiglaði sigurinn undir lokin. Sænsku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í leik um þriðja sætið.79. mínúta - Íslensku stelpurnar komast yfir og ætla að tryggja sér leik við Dani um þriðja sætið í mótinu Varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði markið. Fanndís skorar af öryggi eftir stungusendingu frá Hólmfríði en tveimur mínútum áður hafði Harpa átt hælspyrnu, eftir hornspyrnu, sem bjargað var á marklínu.75. mínúta - Liðið sem hafnar í þriðja sæti í A riðli mætir Dönum í leik um 5. sætið en Kína nægir jafntefli til þess að tryggja sér þriðja sætið. Liðin sem hafna í neðstu sætunum í A og B riðli leika við tvær efstu þjóðirnar í C riðli um sæti og eins og er stefnir í það að það verði hlutskipti íslenska liðsins.68. mínúta - Sigurður Ragnar hefur gert tvær breytingar á stuttum tíma. Fanndís Friðriksdóttir kom inn fyrir Gretu Mjöll á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Margrét Lára Viðarsdóttir út og Harpa Þorsteinsdóttir kom inn fyrir hana. Enn heldur tíðindalítið, íslenska liðið fékk 3 hornspyrnu á fjögurra mínútna kafla en þær sköpuðu ekki teljandi hættu.64. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að innsigla þrennu sína og svo gott sem tryggja Þjóðverjum sigur á Svíum í hinum leik riðilsins en Þýskaland er 3-0 yfir á móti Svíþjóð þegar tæpur hálftími er eftir.50. mínúta - Fyrsta breytingin hjá íslenska liðinu. Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. Gunnhildur Yrsa kemur inn á miðjuna og Guðný fer aftur í bakvörðinn í stað Rakelar.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Það er markalaust í hálfleik. Á síðustu mínútu hálfleiksins hafnaði boltinn í neti Kínverja eftir hornspyrnu en markið var hinsvegar dæmt af þrátt fyrir mikil mótmæli íslensku leikmannanna. Líklegast að dæmt hafi verið á brot á markverði Kínverja.40. mínúta - Það er enn markalaust í leiknum en íslenska liðið hefur verið heldur hættulegra í sínum sóknaraðgerðum. Kínverjar hafa fengið aðra hornspyrnu og voru rétt í þessu að gera sína þriðju breytingu í fyrri hálfleiknum þannig að mexíkóski dómarinn bætir líklega nokkrum mínútum við í uppbótartíma.30. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi er í miklu stuði því hún er búin að skora sitt annað mark og þær þýsku eru því komnar í 2-0 á móti Svíþjóð. Leikirnir í B-riðli eru líka búnir. Japan vann Bandaríkin 1-0 og Danmörk vann Noreg 1-0. Japanar spila því til úrslita á mótinu á móti væntanlega Þýskalandi ef ekkert breytst í leik Þjóðverja ig Svía.26. mínúta - Margrét Lára Viðarsdóttir á skot úr stöngina úr aukaspyrnu utan af kanti. "Skotfyrgjöf" hennar hafnaði í stönginni áður en Kínverjar náðu að bægja hættunni frá. Tækifærin annars af skornum skammti samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ en mikil barátta er hinsvegar í leiknum og hafa tvær kínverskar stelpur þurft að yfirgefa völlinn.25. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að koma Þýskalandi í 1-0 á móti Svíum með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum.22. mínúta - Leikurinn hjá Íslandi og Kína fer rólega af stað og eftir 20 mínútur hafa engin færi litið dagsins. Ein hornspyrna litið dagsins ljós og var hún kínversk.20. mínúta - Staðan er enn markalaust hjá íslensku stelpunum en heimsmeistarar Japans voru að komast í 1-0 á 83. mínútu á móti Bandaríkjunum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í hinum riðlinum. Danir eru að vinna Norðmenn 1-0 en þessir leikir hófust klukkan 14.00.15. mínúta - Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum alveg eins og í leik Svíþjóðar og Þýskalands sem fer fram á sama tíma. Leikur Svía og Þjóðverja er sýndur beint á Eurosport.Leikurinn er hafinn á Estádio Municipal de Lagos.Fyrir leik - Það styttist í leikinn og íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn. Aðstæður eru sem fyrr hinar ákjósanlegustu en leikið er á sama velli og gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en íslenska liðið tapaði þá naumlega 0-1.Fyrir leik - Leikur Íslands og Kína hefst klukkan 15.30 og á sama tíma spila Þýskaland og Svíþjóð um sigurinn í riðlinum. Efsta sætið í riðlinum kemur liðinu í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Bandaríkjunum eða Japan.Fyrir leik - Sigurvegari leiksins í dag tryggir sér þriðja sætið í A-riðlinum og þar með sæti í leiknum um fimmta sætið á móti annaðhvort Danmörku eða Noregi. Það lið sem endar í 4. sætið leikur við lið úr neðri hluta keppninnar.Fyrir leik - Kína er búið að tapa 0-1 í tveimur fyrstu leikjum sínum í Algarvebikarnum. Þýsku stelpurnar skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu á 33. mínútu en sigurmark þeirra sænsku kom ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok.Fyrir leik - Sex leikmenn íslenska liðsins hafa verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum en það eru Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir,Fyrir leik - Íslensku stelpurnar unnu 2-1 sigur á Kína á Algarve í fyrra. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þá bæði mörkin eftir að kínverska liðið hafði komist yfir á 21. mínútu. Fyrra mark Margrétar kom beint úr aukaspyrnu en það síðara eftir mikið einstaklingsframtak.Fyrir leik - Guðbjörg Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Mist Edvardsdóttir voru allar í byrjunarliðinu á móti Svíum en eru núna á bekknum. Fanndís og Mist voru búnar að byrja tvo fyrstu leikina.Fyrir leik - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari gerir alls fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum við Svía á föstudaginn en Greta Mjöll Samúelsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir koma inn í byrjunarliðið ásamt systrunum teimur úr Eyjum, Margrét Láru og Elísu.Fyrir leik - Margrét Lára Viðarsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið og systir hennar Elísa Viðarsdóttir byrjar sinn fyrsta A-landsleik. Þetta er því í fyrsta sinn sem systurnar úr Eyjum eru saman í byrjunarliði A-landsliðsins og jafnframt í fyrsta sinn sem þær byrja saman alvöru leik.Byrjunarlið Íslands á móti Kína:Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný GísladóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Elísa Viðarsdóttir.Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.Vinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðný Björk ÓðinsdóttirHægri kantur: Dóra María LárusdóttirSóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn