Yfir hundrað starfsmenn Sporthússins og makar þeirra komu saman á glæsilegri árshátíð um helgina þar sem mafíuþema var í hávegum haft.
Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið glæpsamleg þar sem fólk tók þemað alla leið.
Það voru tónlistarsnillingarnir Óskar og Ómar Guðjónssynir sem tóku á móti gestum á Rúbín þar sem árshátíðin fór fram með fallegri tónlist og spiluðu þeir fram eftir kvöldi.
Því næst tók Sverrir Bergmann við og skemmti gestum fram á nótt.
Á meðfylgjandi myndum má sjá myndir af árshátíð Sporthússins.
Glæpsamleg stemmning í Sporthúsinu
