Meðfylgjandi myndir voru teknar á konukvöldinu í Smáralind í vikunni.
Eins og sjá má var tískusýningin glæsileg og andrúmsloftið frábært baksviðs, á sýningarpöllunum og á meðal fjölda kvenna.
Förðunarmeistarar Maybelline sáu um alla förðun, Baldur Rafn og Theodóra Mjöll frá Label M sáu um hárið, Tinna og Ási frá Eskimo stíliseruðu tískusýningu með Eskimo fyrirsætum í samstarfi við Oroblu sokkabuxur þar sem sýndir voru nýjustu straumarnir fyrir vor- og sumar ásamt nýju línunum frá Karen Millen, Oasis, Saints, Top Shop, Dorothy Perkins, Corner, 3 Smárum, Orginal, Monroe, Vila og Selected.
Fjölmennt á konukvöldi
