Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 68-66 | Valur vann Hauka Stefán Árni Pálsson í Toyotahöllinni skrifar 4. mars 2012 20:02 Keflavík fór langleiðina með deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar liðið vann Njarðví,k 68-66, í æsispennandi leik í Iceland-Express deild kvenna. Nú munar fjórum stigum á Keflavík og Njarðvík sem verma efstu tvö sætin en aðeins eru þrjár umferðir eftir. Þá vann Valur öruggan sigur á Haukum á sama tíma, 74-59, en tölfræði leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 13-5. Gestirnir voru mikið mun betri allan fjórðunginn og leiddu sannfarandi 21-9 eftir tíu mínútna leik. Það kom allt annað Keflavíkurlið út í annan leikhluta og fóru þær loks að spila almennilegan varnarleik. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflvíkingum í vörninni og kom með þann baráttuanda sem þurfti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 21-19 fyrir Njarðvík og gestirnir ekki komnar á blað í leikhlutanum. Staðan var síðan 33-31 fyrir Keflavík í hálfleik og spennandi síðari hálfleikur framundan. Petrúnella Skúladóttir var frábær í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum og skoraði 16 stig. Mikil harka var komin í leikinn í þriðja leikhluta og sauð nokkrum sinnum uppúr. Jafnræði var á með liðunum í leikhlutanum og þegar honum lauk var staðan 49-48 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhlutinn var mjög svo jafn og aldrei munaði miklu á liðunum. Körfuboltinn sem sást í Keflavík í kvöld var ekki upp á marga fiska og bæði lið gerðum heilan helling af tæknifeilum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 60-60. Það voru Keflvíkingar sem voru með sterkari taugar undir lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum 68-66. Liðið hefur því fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Deildarmeistaratitillinn er því í sjónmáli.Sverrir: Ég hef engar áhyggjur þó við verðum ekki deildarmeistarar„Það munaði mjög litlu hérna í lokin að við myndum taka efsta sætið í deildinni,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Síðasta mínútan fer alveg með okkur í kvöld. Þessi úrslit eru samt ekkert hlutur sem við þurfum að stressa okkur eitthvað mikið á.“ „Við þurfum að fínpússa okkar leik næstu þrjá leiki og getum ekki endað neðar en í örðu sæti. Liðið mun koma tilbúið í úrslitakeppnina.“ „Það sem verður okkur að falli í kvöld voru tæknifeilar og mikið um byrjendamistök, það eru bara hlutur sem við þurfum að skoða, en ég hef engar áhyggjur af því.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan.Falur: Liðið sem vildi sigurinn meira fékk hann„Það lið sem myndi vinna þennan leik er að öllum líkindum að fara taka deildarmeistaratitilinn og það tókst heldur betur hjá okkur,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum vel í þrjá leikhluta en spiluðum mjög illa í fyrsta fjórðungnum. Svona er körfubolti, hann er sveiflukenndur.“ „Það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur að mæta ferskar inn alveg frá byrjun og það er komin tími til að laga það.“ „Það lið sem vildi þennan sigur meira fékk hann og það sagði ég við stelpurnar fyrir leikinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Fal með því að ýta hér. Valur-Haukar 74-59 (23-16, 20-7, 16-26, 15-10)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 25/8 fráköst/3 varin skot, Lacey Katrice Simpson 14/21 fráköst/6 stolnir/8 varin skot, Melissa Leichlitner 10, María Ben Erlingsdóttir 9, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 5/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 3.Haukar: Hope Elam 20/11 fráköst/4 varin skot, Jence Ann Rhoads 15/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/6 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 3/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2.Keflavík-Njarðvík 68-66 (9-21, 24-10, 15-18, 20-17)Keflavík: Eboni Monique Mangum 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 stolnir, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/3 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.Njarðvík: Petrúnella Skúladóttir 22/4 fráköst, Lele Hardy 19/22 fráköst/5 stoðsendingar, Shanae Baker-Brice 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 6/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Keflavík fór langleiðina með deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar liðið vann Njarðví,k 68-66, í æsispennandi leik í Iceland-Express deild kvenna. Nú munar fjórum stigum á Keflavík og Njarðvík sem verma efstu tvö sætin en aðeins eru þrjár umferðir eftir. Þá vann Valur öruggan sigur á Haukum á sama tíma, 74-59, en tölfræði leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 13-5. Gestirnir voru mikið mun betri allan fjórðunginn og leiddu sannfarandi 21-9 eftir tíu mínútna leik. Það kom allt annað Keflavíkurlið út í annan leikhluta og fóru þær loks að spila almennilegan varnarleik. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflvíkingum í vörninni og kom með þann baráttuanda sem þurfti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 21-19 fyrir Njarðvík og gestirnir ekki komnar á blað í leikhlutanum. Staðan var síðan 33-31 fyrir Keflavík í hálfleik og spennandi síðari hálfleikur framundan. Petrúnella Skúladóttir var frábær í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum og skoraði 16 stig. Mikil harka var komin í leikinn í þriðja leikhluta og sauð nokkrum sinnum uppúr. Jafnræði var á með liðunum í leikhlutanum og þegar honum lauk var staðan 49-48 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhlutinn var mjög svo jafn og aldrei munaði miklu á liðunum. Körfuboltinn sem sást í Keflavík í kvöld var ekki upp á marga fiska og bæði lið gerðum heilan helling af tæknifeilum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 60-60. Það voru Keflvíkingar sem voru með sterkari taugar undir lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum 68-66. Liðið hefur því fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Deildarmeistaratitillinn er því í sjónmáli.Sverrir: Ég hef engar áhyggjur þó við verðum ekki deildarmeistarar„Það munaði mjög litlu hérna í lokin að við myndum taka efsta sætið í deildinni,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Síðasta mínútan fer alveg með okkur í kvöld. Þessi úrslit eru samt ekkert hlutur sem við þurfum að stressa okkur eitthvað mikið á.“ „Við þurfum að fínpússa okkar leik næstu þrjá leiki og getum ekki endað neðar en í örðu sæti. Liðið mun koma tilbúið í úrslitakeppnina.“ „Það sem verður okkur að falli í kvöld voru tæknifeilar og mikið um byrjendamistök, það eru bara hlutur sem við þurfum að skoða, en ég hef engar áhyggjur af því.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan.Falur: Liðið sem vildi sigurinn meira fékk hann„Það lið sem myndi vinna þennan leik er að öllum líkindum að fara taka deildarmeistaratitilinn og það tókst heldur betur hjá okkur,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum vel í þrjá leikhluta en spiluðum mjög illa í fyrsta fjórðungnum. Svona er körfubolti, hann er sveiflukenndur.“ „Það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur að mæta ferskar inn alveg frá byrjun og það er komin tími til að laga það.“ „Það lið sem vildi þennan sigur meira fékk hann og það sagði ég við stelpurnar fyrir leikinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Fal með því að ýta hér. Valur-Haukar 74-59 (23-16, 20-7, 16-26, 15-10)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 25/8 fráköst/3 varin skot, Lacey Katrice Simpson 14/21 fráköst/6 stolnir/8 varin skot, Melissa Leichlitner 10, María Ben Erlingsdóttir 9, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 5/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 3.Haukar: Hope Elam 20/11 fráköst/4 varin skot, Jence Ann Rhoads 15/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/6 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 3/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2.Keflavík-Njarðvík 68-66 (9-21, 24-10, 15-18, 20-17)Keflavík: Eboni Monique Mangum 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 stolnir, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/3 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.Njarðvík: Petrúnella Skúladóttir 22/4 fráköst, Lele Hardy 19/22 fráköst/5 stoðsendingar, Shanae Baker-Brice 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 6/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira