Körfubolti

Hreinn úrslitaleikur hjá Haukum og KR um sæti í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik KR og Hauka fyrr í vetur.
Úr leik KR og Hauka fyrr í vetur. Mynd/Stefán
Haukar og KR keppa í kvöld í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavík, Njarðvík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í ár.

Leikur Hauka og KR fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.15. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir því hann nær ekki bara tveggja stiga forskoti heldur um leið betri árangri í innbyrðisleikjum liðanna.

Haukar unnu þrjá fyrstu leiki liðanna (2 í deild og 1 í bikar) en KR vann 18 stiga sigur þegar liðin mættust síðast. Frá þeim tíma hafa KR-ingar misst landsliðskonuna Bryndísi Guðmundsdóttur í meiðsli sem og að Haukar hafa skipt um annan bandaríska leikmanninn sinn. KR-ingar hafa einnig skipt um þjálfara en Finnur Freyr Stefánsson stjórnar liðinu nú.

KR-liðið hefur verið með í úrslitakeppninni undanfarin fjögur tímabil og Haukar hafa ekki misst af úrslitakeppninni hjá konunum síðan vorið 2004.

Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld og þar getur fallbaráttan ráðist. Valur tekur á móti Hamar í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og Fjölnir fær Njarðvík í heimsókn í Njarðvík.

Fjölnir bjargar sér með sigri en einnig ef að Hamar tapar sínum leik. Hamar verður því að vinna Val ætli liðið að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Hamar er fjórum stigum á eftir Fjölni en með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×