Sauber-liðið í skýjunum með annað sætið Birgir Þór Harðarson skrifar 27. mars 2012 14:45 Sergio Perez fagnar öðru sæti sínu ásamt Fernando Alonso í Malasíu á sunnudag. nordicphotos/afp Liðsmenn Sauber liðsins í Formúlu 1 sér enga ástæðu til að vera vonsviknir eftir að hafa misst af fyrsta sætinu í malasíska kappakstrinum um síðastliðna helgi. Sergio Perez, 22 ára Mexíkói sem er nú að hefja annað ár sitt í Formúlu 1, varð annar á eftir Fernando Alonso í kappakstrinum og átti raunhæfa möguleika á sigri áður en hann gerði mistök og fór út af brautinni. Annað sætið er samt besti árangur Sauber liðsins síðan það fyrst tók þátt árið 1993. BMW keypti reyndar liðið árið 2006 og vann einn sigur. Hann kom í Kanada árið 2008 með Robert Kubica undir stýri. Árið 2011 keypti Peter Sauber, stofnandi liðsins, liðið aftur og rekur það enn í dag. "Ég er ánægð með það sem við uppskárum," sagði Monisha Kaltenborn framkvæmdastjóri Sauber liðsins. "Þetta er stór áfangi fyrir liðið sem gefur góð merki um að við séum á leið upp listan, hægt en örugglega." Perez segist enn vera á jörðinni: "Markmiðið er að bæta bílinn sem heild. Á endanum vil ég alltaf vinna mótin og ég trúi því að fyrsti sigur minn komi fyrr en seinna." Orðrómur þess efnis að Perez muni taka við sæti Felipe Massa hjá Ferrari í lok ársins hefur farið hátt undanfarið enda hefur Massa staðið sig mjög illa. Annað sæti Sergio Perez í kappakstrinum um helgina er einnig besti árangur Mexíkóa í 41 ár. Síðasti Mexíkóinn í öðru sæti var Pedro Rodriguez í hollenska kappakstrinum á Zandvoort árið 1971. Tuttugu dögum síðar lést hann í kappakstri í Þýskalandi. Formúla Tengdar fréttir Alonso vann í Malasíu á undan Perez Fernando Alonso á Ferrari vann kappaksturinn í regnríkinu Malasíu. Mótið var ræst í hellidembu og var stöðvað níu hringjum síðar vegna vatnsflaumsins á brautinni. 25. mars 2012 11:11 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Liðsmenn Sauber liðsins í Formúlu 1 sér enga ástæðu til að vera vonsviknir eftir að hafa misst af fyrsta sætinu í malasíska kappakstrinum um síðastliðna helgi. Sergio Perez, 22 ára Mexíkói sem er nú að hefja annað ár sitt í Formúlu 1, varð annar á eftir Fernando Alonso í kappakstrinum og átti raunhæfa möguleika á sigri áður en hann gerði mistök og fór út af brautinni. Annað sætið er samt besti árangur Sauber liðsins síðan það fyrst tók þátt árið 1993. BMW keypti reyndar liðið árið 2006 og vann einn sigur. Hann kom í Kanada árið 2008 með Robert Kubica undir stýri. Árið 2011 keypti Peter Sauber, stofnandi liðsins, liðið aftur og rekur það enn í dag. "Ég er ánægð með það sem við uppskárum," sagði Monisha Kaltenborn framkvæmdastjóri Sauber liðsins. "Þetta er stór áfangi fyrir liðið sem gefur góð merki um að við séum á leið upp listan, hægt en örugglega." Perez segist enn vera á jörðinni: "Markmiðið er að bæta bílinn sem heild. Á endanum vil ég alltaf vinna mótin og ég trúi því að fyrsti sigur minn komi fyrr en seinna." Orðrómur þess efnis að Perez muni taka við sæti Felipe Massa hjá Ferrari í lok ársins hefur farið hátt undanfarið enda hefur Massa staðið sig mjög illa. Annað sæti Sergio Perez í kappakstrinum um helgina er einnig besti árangur Mexíkóa í 41 ár. Síðasti Mexíkóinn í öðru sæti var Pedro Rodriguez í hollenska kappakstrinum á Zandvoort árið 1971. Tuttugu dögum síðar lést hann í kappakstri í Þýskalandi.
Formúla Tengdar fréttir Alonso vann í Malasíu á undan Perez Fernando Alonso á Ferrari vann kappaksturinn í regnríkinu Malasíu. Mótið var ræst í hellidembu og var stöðvað níu hringjum síðar vegna vatnsflaumsins á brautinni. 25. mars 2012 11:11 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso vann í Malasíu á undan Perez Fernando Alonso á Ferrari vann kappaksturinn í regnríkinu Malasíu. Mótið var ræst í hellidembu og var stöðvað níu hringjum síðar vegna vatnsflaumsins á brautinni. 25. mars 2012 11:11