Einn þekktasti maðurinn í hnefaleikaheiminum, Bert Sugar, er fallinn frá 75 ára að aldri. Sugar var á stundum kallaður maðurinn með vindilinn enda kom hann helst ekki fram opinberlega nema með vindil og hatt.
Sugar fékk hjartaáfall en hann hafði verið að glíma við lungnakrabbamein.
Hinn geðugi Sugar var tekinn inn í heiðurshöll hnefaleikanna árið 2005 en hann skrifaði meira en 80 bækur um hnefaleika og þegar þurfti einhvers staðar að ræða um hnefaleika var hóað í Sugar.
Hann kom einnig fram í þó nokkrum kvikmyndum og þar á meðal Great White Hype með Samuel L. Jackson.
Maðurinn með vindilinn látinn

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn




Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn