Það hefur ekkert gengið hjá Lamar Odom síðan hann gekk í raðir Dallas Mavericks frá LA Lakers. Stuðningsmenn Mavs hafa algjörlega snúist gegn honum og baula nú á hann við hvert tækifæri á heimavelli.
Þessi neikvæðni í garð Odom fór verulega í taugarnar á Kobe Bryant, fyrrum liðsfélaga Odom hjá Lakers, er liðin mættust í nótt.
Eftir leikinn tók Kobe þéttingsfast utan um félaga sinn og hvíslaði að honum hvatningarorðum. Hann reiddist síðan er blaðamenn spurðu hann um atvikið eftir leikinn.
"Það kemur ykkur nákvæmlega ekkert við hvað ég sagði," sagði hvassyrtur Kobe.
Eiginkona Odom, raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian, var á meðal áhorfenda og sætti sig illa við allt baulið.
Hún notaði Twitter til þess að lýsa vonbrigðum sínum. "Þessir áhorfendur þurfa að fara að átta sig á með hverjum þeir halda," sagði Kardashian meðal annars.
Stuðningsmenn Mavs baula á Odom | Fékk knús frá Kobe

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur
Körfubolti