Fótbolti

Kristianstad nálægt sigri í fyrsta leik - Marta byrjar vel með Tyresö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad.
Íslendingaliðið Kristianstad var nálægt því að vinna Linköping í fyrstu umferð sænsku kvennadeildarinnar í dag en Linköping jafnaði metin í uppbótartíma. Marta og hennar nýju félagar í Tyresö unnu 7-0 stórsigur á Eddu Garðadóttur og félögum Örebro.

Elin Nilsen kom Kristianstad í 1-0 á 59. mínútu og þannig var staðan þar til að Hollendingurinn Manon Melis jafnaði leikinn í uppbótartíma. Sif Atladótitr og Katrín Ómarsdóttir spiluðu allan leikinn með Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Brasilíski framherjinn Marta skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Tyresö þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Örebro. Edda Garðsdóttir spilaði allan leikinn með Örebro. Sænska landsliðskonan Caroline Seger, sem kom einnig til Tyresö fyrir tímabilið, skoraði einnig tvö mörk í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×