Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 56-74 | Njarðvík leiðir 2-0 Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 7. apríl 2012 15:30 Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleiknum en leikurinn var allan tímann virkilega spennandi. Shanae Baker-Brice, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum í fyrri hálfleiknum og gerði 15 stig eða tæplega helmingur allra stiga Njarðvíkinga í hálfleiknum. Þegar leið á hálfleikinn komust Haukar meira og meira í takt við leikinn og aðeins munaði einu stigi á liðunum þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og það voru gestirnir frá Njarðvík. Shanae Baker-Brice stjórnaði leiknum eins og herforingi og Lele Hardy átti gjörsamlega frákastabaráttuna undir körfunni. Hardy tók 20 fráköst í leiknum auk þess sem hún skoraði 18 stig. Baker-Brice gerði 27 stig fyrir Njarðvík í leiknum. Njarðvík vann að lokum 18 stiga sigur 74-56 og eru komnar með átta putta á titilinn en leikur þrjú fer fram næstkomandi miðvikudag í Njarðvík.Sverrir: Þetta er alls ekki komið hjá okkur„Það er flott að vera komnar í 2-0 en þetta er samt sem áður engan vegið búið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Það þarf að vinna þrjá leiki og við megum alls ekki fara fagna þessum titli of snemma. Lið hafa oft brennt sig á því að halda að einvígi séu búinn þegar þú kemst í 2-0, þannig hugsunarháttur má ekki koma upp hjá okkur." „Þegar maður er komin svona langt í úrslitakeppni og er að berjast við eins sterkt lið og Haukar eru þá er ekkert gefins. Við verðum að mæta alveg 100% í næsta leik í Njarðvík." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri hér að ofan.Bjarni: Þurfum að hafa trú á því að þetta sé hægt„Þetta er ekki staðan sem við ætluðum að koma okkur í dag," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt og engum öðrum. Við vorum auðvita að spila á móti hörku liði en mér finnst við eiga mun meira inni en þetta." „Við þurfum fyrst og fremst að bæta hugarfarið hjá okkur. Liðið verður að hafa trú á því sem það er að gera. Við erum varla sáttar með það eitt að hafa komist í úrslit." „Við eigum eftir að mæta grimmar í næsta leik í Njarðvík og við erum staðráðnar í því að spila annan leik í þessu húsi."Hægt er að sjá viðtalið með því að ýta hér.Hér að neðan má lesa textalýsinguna sem var á meðan leik stóð.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Hafnafirðinum og leikurinn við það að hefjast.1. leikhluti: Heimastúlkur eru ákveðnari til að byrja með og leiða 9-7.1. leikhluti: Njarðvíkurstúlkur eru komnar af stað og hafa tekið völdin á vellinum. Staðan er 17-12 fyrir þeim grænu.2. leikhluti: Virkilega spennandi leikur hér í Hafnafirðinum en staðan er 24-22 fyrir Njarðvíkurstúlkur.2.leikhluti: Shanae Baker-Brice hefur farið mikinn fyrir gestina til að byrja með og hefur skoraði 12 stig. Staðan er 26-22 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Jafnt á öllum tölum en Haukastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Hálfleikur og staðan er 31-30 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Haukar byrja síðari hálfleikinn vel og hafa eins stig forystu 36-35. Boltinn er farinn að ganga betur á milli leikmanna og þær þurfa hafa minna fyrir hverju stigi.3. leikhluti: Heimastúlkur hafa enn eins stigs forystu 40-39 en það er nokkuð ljóst að þessi leikur verður jafn til enda.3. leikhluti: Ingibjörg Vilbergsdóttir var að setja niður risa þrist fyrir Njarðvík og kemur gestunum fimm stigum yfir 47-42. Þriðja leikhlutanum er að ljúka.3. leikhluti: Staðan er 47-44 fyrir Njarðvík eftir þrjá leikhluta. Spennan verður svakaleg í þeim fjórða.4. leikhluti: Fínt áhlaup hjá Haukum og þær eru komnar yfir 50-49.4. leikhluti: Það varði ekki lengi hjá Haukum. Njarðvík er komið yfir á ný 53-50 og fimm mínútur eftir.4. leikhluti: Það er spurning hvort Njarðvík sé að klára leikinn núna. Staðan er 58-50 og fjórar mínútur eftir. Það gengur lítið upp hjá heimastúlkum þessa stundina.4. leikhluti: Petrúnella Skúla var að negla niður þristi fyrir Njarðvík. Staðan er 63-53, þetta verður erfitt fyrir heimastúlkur héðan af. 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta er búið. Staðan er 65-53 fyrir Njarðvík og ein og hálf mínútu eftir af leiknum. Leik lokið: Njarðvík er komið í 2-0 í einvíginu og þurfa því aðeins ein sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með 74-56 sigri Njarðvíkinga. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleiknum en leikurinn var allan tímann virkilega spennandi. Shanae Baker-Brice, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum í fyrri hálfleiknum og gerði 15 stig eða tæplega helmingur allra stiga Njarðvíkinga í hálfleiknum. Þegar leið á hálfleikinn komust Haukar meira og meira í takt við leikinn og aðeins munaði einu stigi á liðunum þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og það voru gestirnir frá Njarðvík. Shanae Baker-Brice stjórnaði leiknum eins og herforingi og Lele Hardy átti gjörsamlega frákastabaráttuna undir körfunni. Hardy tók 20 fráköst í leiknum auk þess sem hún skoraði 18 stig. Baker-Brice gerði 27 stig fyrir Njarðvík í leiknum. Njarðvík vann að lokum 18 stiga sigur 74-56 og eru komnar með átta putta á titilinn en leikur þrjú fer fram næstkomandi miðvikudag í Njarðvík.Sverrir: Þetta er alls ekki komið hjá okkur„Það er flott að vera komnar í 2-0 en þetta er samt sem áður engan vegið búið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Það þarf að vinna þrjá leiki og við megum alls ekki fara fagna þessum titli of snemma. Lið hafa oft brennt sig á því að halda að einvígi séu búinn þegar þú kemst í 2-0, þannig hugsunarháttur má ekki koma upp hjá okkur." „Þegar maður er komin svona langt í úrslitakeppni og er að berjast við eins sterkt lið og Haukar eru þá er ekkert gefins. Við verðum að mæta alveg 100% í næsta leik í Njarðvík." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri hér að ofan.Bjarni: Þurfum að hafa trú á því að þetta sé hægt„Þetta er ekki staðan sem við ætluðum að koma okkur í dag," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt og engum öðrum. Við vorum auðvita að spila á móti hörku liði en mér finnst við eiga mun meira inni en þetta." „Við þurfum fyrst og fremst að bæta hugarfarið hjá okkur. Liðið verður að hafa trú á því sem það er að gera. Við erum varla sáttar með það eitt að hafa komist í úrslit." „Við eigum eftir að mæta grimmar í næsta leik í Njarðvík og við erum staðráðnar í því að spila annan leik í þessu húsi."Hægt er að sjá viðtalið með því að ýta hér.Hér að neðan má lesa textalýsinguna sem var á meðan leik stóð.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Hafnafirðinum og leikurinn við það að hefjast.1. leikhluti: Heimastúlkur eru ákveðnari til að byrja með og leiða 9-7.1. leikhluti: Njarðvíkurstúlkur eru komnar af stað og hafa tekið völdin á vellinum. Staðan er 17-12 fyrir þeim grænu.2. leikhluti: Virkilega spennandi leikur hér í Hafnafirðinum en staðan er 24-22 fyrir Njarðvíkurstúlkur.2.leikhluti: Shanae Baker-Brice hefur farið mikinn fyrir gestina til að byrja með og hefur skoraði 12 stig. Staðan er 26-22 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Jafnt á öllum tölum en Haukastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Hálfleikur og staðan er 31-30 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Haukar byrja síðari hálfleikinn vel og hafa eins stig forystu 36-35. Boltinn er farinn að ganga betur á milli leikmanna og þær þurfa hafa minna fyrir hverju stigi.3. leikhluti: Heimastúlkur hafa enn eins stigs forystu 40-39 en það er nokkuð ljóst að þessi leikur verður jafn til enda.3. leikhluti: Ingibjörg Vilbergsdóttir var að setja niður risa þrist fyrir Njarðvík og kemur gestunum fimm stigum yfir 47-42. Þriðja leikhlutanum er að ljúka.3. leikhluti: Staðan er 47-44 fyrir Njarðvík eftir þrjá leikhluta. Spennan verður svakaleg í þeim fjórða.4. leikhluti: Fínt áhlaup hjá Haukum og þær eru komnar yfir 50-49.4. leikhluti: Það varði ekki lengi hjá Haukum. Njarðvík er komið yfir á ný 53-50 og fimm mínútur eftir.4. leikhluti: Það er spurning hvort Njarðvík sé að klára leikinn núna. Staðan er 58-50 og fjórar mínútur eftir. Það gengur lítið upp hjá heimastúlkum þessa stundina.4. leikhluti: Petrúnella Skúla var að negla niður þristi fyrir Njarðvík. Staðan er 63-53, þetta verður erfitt fyrir heimastúlkur héðan af. 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta er búið. Staðan er 65-53 fyrir Njarðvík og ein og hálf mínútu eftir af leiknum. Leik lokið: Njarðvík er komið í 2-0 í einvíginu og þurfa því aðeins ein sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með 74-56 sigri Njarðvíkinga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira