Fótbolti

Gunnar Heiðar tryggði Norrköping óvæntan sigur á meisturunum | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar í leik með íslenska landsliðinu.
Gunnar Heiðar í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var hetja Norrköping er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Helsingborg er ríkjandi meistari í Svíþjóð en Norrköping endaði í 13. sæti á síðasta tímabili. Alfreð Finnbogason lék allan leikinn í liði Helsingborg en hann var lánaður til félagsins frá Lokeren í Belgíu fyrir skömmu.

Markið skoraði Gunnar Heiðar með skalla af stuttu færi á 17. mínútu leiksins en þetta var lokaleikur fyrstu umferðar tímabilsins. Markið má sjá hér.

Fimm lið unnu sigra í fyrstu umferðinni - öll með eins marks mun. Nýliðar Åtvidaberg tróna á toppnum eftir 4-3 sigur á Örebro í kvöld. Þá má geta þess að þremur leikjum í fyrstu umferðinni lauk með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×