Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.
Alves hefur verið frábær í liði Barcelona síðan hann kom frá Sevilla árið 2008 en hann mun líka kosta skildinginn þar sem hann er samningsbundinn Spánarmeisturunum til ársins 2015.
Barcelona er ekki mjög áhugasamt um að selja en gæti hugsað sig tvisvar um ef tilboð Anzhi verður eins hátt og félagið hefur gefið til kynna.
Alves myndi síðan hækka umtalsvert í launum nái Anzhi að fá sínu fram.
Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves

Mest lesið







„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
