Einar Daði Lárusson, ÍR, er meðal keppenda á fyrsta tugþrautarmóti sumarseins sem fer fram í grennt við Brescia á Ítalíu.
Hann er í fimmta sæti af þeim nítján keppendum sem enn eru með í keppninni, með alls 4848 stig.
Einar Daði var með 3.978 eftir fyrri keppnisdaginn en er nú kominn upp í 4.848 stig eftir fyrstu grein dagsins, 110 m grindahlaup.
Jón Arnar Magnússon setti Íslandsmetið í tugþraut karla árið 1998 og er það 8573 stig.
Hér má fylgjast með gengi Einars Daða á Ítalíu.
Árangur Einars Daða í fyrstu sex greinunum:
100 m hlaup: 11,24 sek (838 stig)
Langstökk: 7,16 m (852)
Kúluvarp: 13,50 m (698)
Hástökk: 1,98 m (785)
400 m hlaup: 49,55 sek (835)
110 m grindahlaup: 14,83 sek (870)
