Stórviðburður í Hörpu Trausti Júlíusson skrifar 3. maí 2012 09:55 Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu. Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu.
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira