Indiana er með 2-1 forskot gegn Orlando í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Indiana náði að landa góðum sigri á heimavelli Orlando í nótt, 97-74. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert skoraði 18 og tók 10 fráköst.
Þar með náði Indiana heimaleikjaréttinum á ný eftir að hafa tapað öðrum leiknum á heimavelli gegn Orlando. Dwight Howard, besti leikmaður Orlando, er ekki með liðinu í úrslitakeppninni en hann fór í aðgerð á baki nýverið.
Indiana náði 29 stiga forskoti í fjórða leikhluta en liðið hefur skorað 81 stig gegn 43 í þriðja leikhluta í þremur fyrstu leikjunum.
Glen Davis var stigahæstur í liði Orlando með 22 stig og J.J. Redick skoraði 13.
