Körfubolti

CSKA Moskva komst í úrslitaleikinn eftir æsispennandi leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrei Kirilenko fagnar í kvöld.
Andrei Kirilenko fagnar í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rússneska félagið CSKA Moskva tryggði sér sæti í úrslitaleik Euroleague eftir 66-64 sigur á gríska liðinu Panathinaikos í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en úrslitahelgin fer fram í Istanbul í Tyrklandi. CSKA Moskva mætir annaðhvort Olympiacos eða Barcelona í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn stendur nú yfir og er í beinni á Sporttv.is

Andrei Kirilenko og félagar í CSKA Moskvu gáfust ekki upp við það að lenda 14 stigum undir eftir fyrsta leikluta, 15-29, og tryggðu sér dramatískan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 15-9. Panathinaikos fékk síðustu sóknina og átti möguleika bæði á að jafna eða tryggja sér sigurinn en gríska liðið náði ekki skoti á körfuna og CSKA Moskva fagnaði sigri.

Andrei Kirilenko skoraði 17 stig, tók 9 fráköst og varði 4 skot hjá CSKA Moskvu og Alexey Shved bætti við 15 stigum. Litháinn Sarunas Jasikevicius var stigahæstur hjá Panathinaikos með 19 stig á tæpum 25 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×