Það spá því margir að Pau Gasol fari frá LA Lakers í sumar og samkvæmt blaðamönnum í Chicago þá hefur Gasol mikinn áhuga á því að spila með Bulls.
Gasol lenti í átökum við Kobe Bryant og yfirmenn Lakers í vetur og átti þess utan sinn lélegasta vetur á ellefu ára ferli í NBA-deildinni.
Gasol endaði með 17,4 stig og 10,4 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Hann var þó aðeins með 12 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni og skotnýtingin 44 prósent.
Ef Gasol fer frá liðinu þá fær Lakers mikið pláss undir launaþakinu sem félagið vill gjarna nýta sér.
Gasol spenntur fyrir Bulls
