Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Ægi hafnaði í 25. sæti í undanrásum í 400 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun.
Sigrún Brá synti á 4:31.65 mínútum sem var næst lakasti tíminn í undanrásunum og töluvert frá hennar besta. Íslandsmet Sigrúnar í greininni er 4:20.42 mínútur sem hún setti í Columbus á þessu ári.
Sigrún Brá hefur ekki náð sér almennilega á strik í Ungverjalandi. Hún var rúmum 20 sekúndum frá Íslandsmeti sínu í 800 metra skriðsundinu á miðvikudaginn.
