Körfubolti

Frábær frammistaða Helenu dugði ekki til gegn Finnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Íslands í Noregi.
Leikmenn Íslands í Noregi. Mynd / KKÍ
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði 80-83 í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Noregi í dag. Leikurinn var æsispennandi en Finnar reyndust sterkari á lokasprettinum.

Helena Sverrisdóttir var í banastuði og besti maður vallarins. Helena skoraði 28 stig, tók níu fráköst og átti sex stoðsendingar.

Á hæla hennar í íslenska liðinu komu María Ben Erlingsdóttir með 15 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir með 12 stig. Margrét Kara Sturludóttir tók sjö fráköst.

Með sigrinum tryggðu Finnar sér silfurverðlaun á mótinu en íslenska liðið fær brons. Fínn árangur hjá stelpunum sem lögðu Norðmenn og Dani en töpuðu fyrir Svíum og Finnum.


Tengdar fréttir

Skotsýning hjá íslensku stelpunum og 27 stiga stórsigur á Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar mjög vel á Norðurlandamótinu í Noregi því Ísland vann 27 stiga sigur á Noregi í opnunarleik mótsins, 82-55, sem jafnframt var fyrsti leikur A-landsliðs kvenna í körfubolta í 999 daga og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar.

Hildur sú fyrsta til að taka þátt í fjórum Norðurlandamótum

Hildur Sigurðardóttir verður í eldlínunni með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta sem mætir Noregi nú klukkan 16.00 í fyrsta leiknum sínum á Norðurlandamótinu í Noregi. Hildur er að skrifa söguna því hún verður fyrsta íslenska körfuboltakonan til þess að taka þátt í fjórum Norðurlandamótum.

Stelpurnar unnu þær dönsku í spennuleik - bronsið í höfn

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Danmörku, 72-67, í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið vinnur tvo leiki á einu Norðurlandamóti en áður höfðu stelpurnar unnið stórsigur á gestgjöfunum.

Stórt tap gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í dag 80-44 gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Noregi. Staðan í hálfleik var 42-24 Svíum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×