Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Trausti Hafliðason skrifar 24. maí 2012 06:00 Veiðimaður kastar flugu í Stóru-Laxá á svæði 4. Trausti Hafliðason Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur heimilað að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í Stóru-Laxá í Hreppum. Þetta kemur fram í fundargerð hreppsnefndar. Þegar Fréttablaðið sagði frá því, 28. apríl, að Landsvirkjun hefði farið fram á það við Orkustofnun að fá rannsóknarleyfið hafði hreppsnefndin ekki fengið neinar upplýsingar um málið en óskað eftir fundi. Það var síðan 10. maí sem fulltrúar Landsvirkjunar og Orkustofnunar mættu á fund hreppsnefndar og fóru yfir forsendur beiðni Landsvirkjunar til Orkustofnunar um rannsóknarleyfi. „Hreppsnefnd leggst ekki gegn því að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi þar sem slík vinna getur veitt gagnlegar upplýsingar á ýmsum sviðum," segir í fundargerðinni frá 10. maí. „Rannsóknarleyfi felur ekki í sér samþykki fyrir neinum framkvæmdum. Vegna þessa máls vill hreppsnefnd einnig taka fram að hagsmunum veiðiréttarhafa og náttúruperlunnar Stóru-Laxárglúfurs mun aldrei verða fórnað í þágu orkuöflunar." Nái áform Landsvirkjunar fram að ganga verður reist virkjun með lóni og aðrennslisgöngum, alls um 20 megavött. Ýmsum spurningum er ósvarað í þessu máli. Til dæmis hvers vegna hreppsnefndin veitir heimild fyrir rannsóknarleyfi ef hún er augljóslega andsnúin framkvæmdum sem ógna Laxárgljúfrum og laxastofninum í ánni eins og kemur fram í fundargerðinni og viðtali Fréttablaðsins við Ragnar Magnússon, oddvita Hrunamannahrepps, sem birtist í lok apríl. Þá sagðist hann telja afar ótrúlegt að heimamenn væru tilbúnir að skrifa undir stórtækar virkjunarhugmyndir á svæðinu og bætti við: „Í mínum huga kemur aldrei til greina að gefa eftir Laxárgljúfrin eða framkvæmdir sem ógna laxastofninum í ánni." Frétt Fréttablaðsins frá því 28. apríl má lesa hér. Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur heimilað að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í Stóru-Laxá í Hreppum. Þetta kemur fram í fundargerð hreppsnefndar. Þegar Fréttablaðið sagði frá því, 28. apríl, að Landsvirkjun hefði farið fram á það við Orkustofnun að fá rannsóknarleyfið hafði hreppsnefndin ekki fengið neinar upplýsingar um málið en óskað eftir fundi. Það var síðan 10. maí sem fulltrúar Landsvirkjunar og Orkustofnunar mættu á fund hreppsnefndar og fóru yfir forsendur beiðni Landsvirkjunar til Orkustofnunar um rannsóknarleyfi. „Hreppsnefnd leggst ekki gegn því að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi þar sem slík vinna getur veitt gagnlegar upplýsingar á ýmsum sviðum," segir í fundargerðinni frá 10. maí. „Rannsóknarleyfi felur ekki í sér samþykki fyrir neinum framkvæmdum. Vegna þessa máls vill hreppsnefnd einnig taka fram að hagsmunum veiðiréttarhafa og náttúruperlunnar Stóru-Laxárglúfurs mun aldrei verða fórnað í þágu orkuöflunar." Nái áform Landsvirkjunar fram að ganga verður reist virkjun með lóni og aðrennslisgöngum, alls um 20 megavött. Ýmsum spurningum er ósvarað í þessu máli. Til dæmis hvers vegna hreppsnefndin veitir heimild fyrir rannsóknarleyfi ef hún er augljóslega andsnúin framkvæmdum sem ógna Laxárgljúfrum og laxastofninum í ánni eins og kemur fram í fundargerðinni og viðtali Fréttablaðsins við Ragnar Magnússon, oddvita Hrunamannahrepps, sem birtist í lok apríl. Þá sagðist hann telja afar ótrúlegt að heimamenn væru tilbúnir að skrifa undir stórtækar virkjunarhugmyndir á svæðinu og bætti við: „Í mínum huga kemur aldrei til greina að gefa eftir Laxárgljúfrin eða framkvæmdir sem ógna laxastofninum í ánni." Frétt Fréttablaðsins frá því 28. apríl má lesa hér.
Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði