Útdráttur úr ávörpum forsetaefnanna BBI skrifar 30. maí 2012 22:43 Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira