Fótbolti

Þjálfari Indriða er hættur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Åge Hareide.
Åge Hareide. Mynd/Nordic Photos/Getty
Åge Hareide er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking en hann og félagið gáfu í dag frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Hareide verði ekki áfram með liðið. Norska deildin er í fríi á meðan EM stendur en næsti leikur Viking er á móti Rosenborg í lok júní.

Åge Hareide er 58 ára gamall og hefur þjálfað Viking síðan 2009. Ástæða uppsagnarinnar er sagður vera slakur árangur liðsins en Viking er eins og er í tíunda sæti norsku deildarinnar.

Íslenski landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson er fyrirliði Viking-liðsins en hann kom til félagsins á sama tíma og Hareide tók við liðinu. Birkir Bjarnason spilaði líka með Viking áður en hann fór til belgíska félagsins Standard Liege í ársbyrjun.

Viking endaði í 11. sæti í fyrra og 9. og 10. sæti árin tvö þar á undan.

Kjell Jonevret, fyrrum þjálfari Molde og gamall leikmaður Viking hefur verið orðaður við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×