Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2012 09:13 Paul Pierce fagnar í Miami í nótt. Nordic Photos/Getty Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt. NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt.
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira