Forsetinn í flokksbundinni pólitík Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. júní 2012 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira