Umfjöllun: Valskonur sluppu með skrekkinn í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2012 16:19 Mynd / Vilhelm Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira