Ný könnun Stöðvar 2: Ólafur Ragnar 56% - Þóra 34% Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira