
Íslandsvinur segir skattadóm hafa eyðilagt feril sinn

Nerdrum ákvað að áfrýja dóminum og stendur sá málflutningur yfir í þessari viku. Í samtali við blaðið Verdens Gang segir Nerdrum að hann hafi borgað fullt af sköttum í Noregi, á Íslandi og í Frakklandi en listamaðurinn bjó um árabil í Reykjavík.
Hann hlaut tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm í fyrra fyrir að hafa skotið 10,5 milljónum norskra kr. undan skatti á árunum 1998 til 2002.
Tengdar fréttir

Skuldar 44 milljónir á Íslandi
Norski listmálarinn Odd Nerdrum skuldar um 44 milljónir króna í opinber gjöld hér á landi, en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik í Noregi.

Málari í fangelsi fyrir skattsvik
Norski listmálarinn Odd Nerdrum var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gróf skattsvik. Hann er sakfelldur fyrir að selja málverk að andvirði nær 300 milljóna íslenskra króna án þess að gefa það upp til skatts á tímabilinu 1998-2002. Hann var og dæmdur til að greiða 10.000 norskar krónur, sem samsvarar um 210.000 isk, í sekt.

Fyrrum Íslandsvinur sakaður um umfangsmikil skattsvik
Norski listamaðurinn og fyrrum Íslandsvinurinn Odd Nerdrum kom fyrir rétt í Osló í morgun en hann er sakaður um umfangsmikil skattsvik.

Odd Nerdrum í tæplega þriggja ára fangelsi
Norski listamaðurinn Odd Nerdrum var í morgun dæmdur í tveggja árs og tíu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Hann mun einnig þurfa að greiða 35 þúsund norskar krónur, eða sem samsvarar um 700 þúsund íslenskum, í sakarkostnað. Nerdrum fékk jafnvirði 275 milljóna íslenskra króna vegna sölu á myndum í New York á árunum 1998-2002. Hann átti að greiða helminginn í skatt en gerði það ekki. Nerdrum hefur alltaf neitað sök, en engu að síður hafa dómar á tveimur dómsstigum fundið hann sekan.