Þjóðin velur sér forseta næstu fjögur árin eftir tæpar þrjár vikur. Þá þurfum við að ákveða hver heldur utan um neyðarhemilinn, eða öryggisventilinn sem felst í málskotsréttinum, eins og fram kom í ítarlegri kosningaumfjöllun Stöðvar 2 sem birtist í gær.
Frambjóðendur hafa nú komið fram í tveimur umræðuþáttum, þótt helmingur þeirra hafi gengið út í umræðuþætti Stöðvar 2 eins og frægt er orðið. Guðrún Högnadóttir, sérfræðingur í leiðtogafræðum, segir að Þóra hafi ekki náð sér á strik í umræðum RÚV. Ólafur Ragnar hafi verið dóminerandi. Þá segir hún að Hannes Bjarnason hafi komið á óvart.
Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að horfa á umfjöllun Stöðvar 2. Einnig er hægt að horfa á þáttinn á sjónvarpssíðu Vísis.
Innlent