Herdís gagnrýnir stjórnmálaprófessor harðlega VG skrifar 28. júní 2012 10:35 Herdís Þorgeirsdóttir. Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira