Til stuðnings Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Örn Karlsson skrifar 26. júní 2012 13:00 Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Örn Karlsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun