Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum Björg Björnsdóttir skrifar 25. júní 2012 18:00 Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. Það er eins og þetta hrun hafi að einhverju leyti leitt í ljós andlega örbirgð okkar. Við virðumst ekki geta talað saman á rökrænan hátt, af yfirvegun og skynsemi. Bloggheimar loga af athugasemdum sem mér dettur ekki í hug að ætla að við myndum láta út úr okkur í raunheimum, fréttatímarnir eru fullir af argaþrasi og illindum, ábyrgðarleysi er yfirgnæfandi og fremstir í flokki í þessu öllu saman fara pólítískir pótintátar, gamlir og nýir, sem virðast ekki í nokkru sambandi við þreytta þjóð. Vegmóða þjóð. Það væri jafnvel hægt að tala um vígamóða þjóð. Ég er svo heppin að hafa átt afa sem alla sína ævi, á meðan hann gat, hélt dagbók. Vorið 2009 sökkti ég mér niður í nokkrar bóka hans, einkum frá þeim árum þegar þau amma voru nýgift að koma undir sig fótunum. Þetta er mögnuð lesning; það er svo undarlega stutt síðan aðstæður voru hér allar aðrar. Móðir mín ólst til að mynda upp í torfbæ, hún var 12 ára þegar afi dreif upp vatnssalernið, það fyrsta í sveitinni. Það sem situr eftir hjá mér, við lestur dagbóka afa, er hugrekkið og heiðarleikinn, framsýnin og þráin eftir góðu lífi undir norðurljósa bjarmabandi. Því einhvern veginn, mitt í öllu góðærinu, virðumst við hafa misst sjónar á öllum þeim óendanlegu gæðum sem við höfum, á því hversu ótrúlega langt við höfum náð sem þjóð á stuttum tíma, og þá er mér ekki efst í huga nýliðin útrás, á því sem skapar okkur gott og innihaldsríkt líf, á því sem sameinar okkur. Mig langar að rétta úr mér, draga strik í sandinn og horfa fram á veginn, reynslunni ríkari. Ég vil ekki láta telja mér trú að ég þurfi að óttast framtíðina, að ég þurfi að vera hrædd við samborgara mína. Við eigum þvert á móti að ganga saman, djörf og sterk, til móts við komandi tíma, laus úr viðjum misgáfulegra ákvarðana fortíðarinnar. Já og glöð. Það er allt í lagi að vera glaður. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að nýta kosningaréttinn laugardaginn 30. júní og hafa hugrekki til að velja nýja og bjarta forystu á Bessastaði. Ég mun gefa Þóru Arnórsdóttur atkvæði mitt. Hún, og við, erum framtíðin.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun