Stuðningsgrein: Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn 25. júní 2012 17:00 Árið 1996 var ég stödd í Angóla og frétti af því í handskrifuðu sendibréfi að Ólafur Ragnar Grímsson væri orðinn forseti Íslands. Mér fannst það hvorki gott né vont, hafði um margt annað að hugsa. Fyrsta kjörtímabil Ólafs Ragnars bjó ég erlendis. Hann var því orðinn nokkuð rótgróinn forseti þegar ég flutti til Íslands á ný og ég hafði lengi vel enga sérstaka skoðun á honum, hvorki til né frá. Enn bý ég erlendis, að þessu sinni ekki vegna ævintýraþrár eins og þegar Ólafur Ragnar var kjörinn, heldur af illri nauðsyn. Sem einstæð móðir tveggja barna sá ég, eftir íslenska efnahagshrunið, enga mögulega leið til að láta enda ná saman. Sex ára háskólanám hafði ekkert að segja þegar kom að launaviðræðum. Excelskjal eftir excelskjal og ákafir útreikningar leiddu ævinlega hið sama í ljós; það var engin lifandi leið fyrir mig að draga fram lífið á Íslandi, sama hve bjartsýnar tölur ég lét inn í dæmið. Að endingu flutti ég því til grannlandsins, þar sem ég hafði áður átt heima og unað mér vel og þar fer vel um mig. Við mölum ekki gull, en grannlandið borgar mér laun fyrir að bæta við mig doktorsgráðu, endar ná saman á nýjan leik og stundum getum við splæst í bíóferð í lok mánaðar. Við þurfum ekkert meira þó að við söknum vissulega fjölskyldu og vina. En óneitanlega væri ljúft að geta á einhverjum tímapunkti átt raunhæfan möguleika á að snúa aftur heim. Fyrir fram átti ég ekki von á að forsetakosningar á Íslandi myndu breyta neinu þar um, enda er embættið almennt séð harla valdalítið. Engu að síður ætlaði ég varla að trúa eigin augum – eða eyrum – þegar ég frétti að sitjandi forseti ætlaði að bjóða sig fram eina ferðina enn, þrátt fyrir að hafa sterklega gefið annað í skyn skömmu áður. Rétt er að taka fram að ég er ekki í hópnum sem hatar Ólaf Ragnar (eða nokkurn annan ef út í það er farið). Ég get alveg séð eitt og annað jákvætt í forsetatíð hans – innan um eitt og annað – og kannski eins og sýn mín er í dag ívið fleira - neikvætt. Ég bjó á Íslandi þegar fréttir bárust af ferðum hans með einkaþotum útrásarvíkinga og fannst það vissulega skjóta skökku við, en lét mig það almennt litlu varða, hafði sem fyrr um annað að hugsa. En hans tími er svo innilega og algerlega liðinn. Þess utan er það fáheyrt að lýðræðisríki leyfi jafn langa setu eins og sama forseta og hann er nú að teygja sig eftir og í raun þyngra en tárum taki að hann neiti að horfast í augu við það og leggi með því stein í götu þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú hafa komið fram. Í hópi meðframbjóðenda Ólafs er að finna efnilegt hugsjónafólk, fullt af eldmóði og metnaði, fólk sem ekki talar „föðurlega“ niður til þjóðarinnar og fólk sem þorir, getur og vill. En það var fyrst og fremst einn frambjóðandinn sem vakti von í brjósti mínu. Það er kona sem á markvissan og raunhæfan máta vill láta reyna á það til hvers embætti forseta Íslands er nytsamlegt. Andrea Ólafsdóttir er frambjóðandinn sem svarar öllum spurningum kjósenda sinna skýrt, skilmerkilega og af metnaði, víkur sér hvergi undan en gætir þess um leið að líta ekki á embætti forseta Íslands sem valdastöðu, heldur ætlar að virkja lýðræðið og gefa þjóðinni færi á að taka virkan þátt í ákvörðunum. Það sem er þó mikilvægast fyrir mig og mína fjölskyldu er að Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn. Andrea hefur nú þegar barist fyrir mig sem enn er skráð eigandi íbúðar á Íslandi í gegnum Hagsmunasamtök heimilanna. Nú ætlar hún að taka skref lengra og gera fólkinu í landinu kleift að sameinast um að hefja endurreisnarstarfið. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn – og ég hef sannfærst æ meir dag frá degi. Flestir sem ég hef rætt við eru sammála um að Andrea Ólafsdóttir komi fram sem sterkur og vænlegur frambjóðandi. En þegar að því kemur að ráðstafa atkvæði sínu kemur í ljós að hugur kjósenda fer ýmsar krókaleiðir. Tvenns konar skýringar hef ég einkum rekist á sem rök gegn því að kjósa Andreu. Þau fyrri stafa af því að fólk virðist þegar vera búið að gera upp hug sinn og velja annan frambjóðanda, sem er vissulega gott mál og ekkert við það að athuga, fyrir utan að fólk klikkir út með því að það vilji sjá Andreu á Alþingi. Eða að það ætli að kjósa hana næst. Þetta finnst mér ekki aðeins fullkomlega óskiljanlegt, heldur hreint og beint sorglegt. Andrea er ekki að bjóða sig fram til Alþingis og það er ekkert sem segir að hún hafi nokkurn hug á því, hvorki fyrr né síðar. Að segjast vilja kjósa hana í alþingiskosningum er viðlíka langsótt og að segjast vilja ráða umsækjandann sem kemur í atvinnuviðtal vegna starfs matráðs í starf kerfisfræðings... eða háseta eða félagsliða þess vegna, ef hann sæki einhvern tímann um það. Gerólíkir hlutir. Því síður er öruggt að treysta því að Andrea bjóði sig fram reglulega héðan í frá. Mig grunar að hún hafi margt betra við tíma sinn að gera. Síðari rökin eru enn algengari og virðast gegnsýra umræðuna nú þessa síðustu daga fyrir kosningar. Fólk skiptist í fylkingar með og á móti Ólafi annars vegar og Þóru hins vegar, fólksins sem var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð og hafa því frá upphafi verið máluð sem „andstæðingarnir tveir“. Ótrúlegasta fólk ætlar að kjósa Þóru Arnórsdóttur til þess eins að koma í veg fyrir áframhaldandi setu Ólafs – eða kjósa Ólaf einvörðungu til að hindra að Þóra komist að. Skynsamasta fólk tekur þátt í þessu tveggja turna tali, án þess að gera sér grein fyrir því að það eina sem þarf til að er það sjálft kúpli sig út úr leiknum og leyfi sér að velja þann frambjóðanda sem það hefur mesta trú. Þar sem ég á lögheimili erlendis brá ég mér í Laugardalshöllina á föstudaginn og kaus utan kjörfundar. Ég stimplaði nafn Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur á minn kjörseðil. Ég hef þar með lagt mitt af mörkum. Ég vona að fleiri geri hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1996 var ég stödd í Angóla og frétti af því í handskrifuðu sendibréfi að Ólafur Ragnar Grímsson væri orðinn forseti Íslands. Mér fannst það hvorki gott né vont, hafði um margt annað að hugsa. Fyrsta kjörtímabil Ólafs Ragnars bjó ég erlendis. Hann var því orðinn nokkuð rótgróinn forseti þegar ég flutti til Íslands á ný og ég hafði lengi vel enga sérstaka skoðun á honum, hvorki til né frá. Enn bý ég erlendis, að þessu sinni ekki vegna ævintýraþrár eins og þegar Ólafur Ragnar var kjörinn, heldur af illri nauðsyn. Sem einstæð móðir tveggja barna sá ég, eftir íslenska efnahagshrunið, enga mögulega leið til að láta enda ná saman. Sex ára háskólanám hafði ekkert að segja þegar kom að launaviðræðum. Excelskjal eftir excelskjal og ákafir útreikningar leiddu ævinlega hið sama í ljós; það var engin lifandi leið fyrir mig að draga fram lífið á Íslandi, sama hve bjartsýnar tölur ég lét inn í dæmið. Að endingu flutti ég því til grannlandsins, þar sem ég hafði áður átt heima og unað mér vel og þar fer vel um mig. Við mölum ekki gull, en grannlandið borgar mér laun fyrir að bæta við mig doktorsgráðu, endar ná saman á nýjan leik og stundum getum við splæst í bíóferð í lok mánaðar. Við þurfum ekkert meira þó að við söknum vissulega fjölskyldu og vina. En óneitanlega væri ljúft að geta á einhverjum tímapunkti átt raunhæfan möguleika á að snúa aftur heim. Fyrir fram átti ég ekki von á að forsetakosningar á Íslandi myndu breyta neinu þar um, enda er embættið almennt séð harla valdalítið. Engu að síður ætlaði ég varla að trúa eigin augum – eða eyrum – þegar ég frétti að sitjandi forseti ætlaði að bjóða sig fram eina ferðina enn, þrátt fyrir að hafa sterklega gefið annað í skyn skömmu áður. Rétt er að taka fram að ég er ekki í hópnum sem hatar Ólaf Ragnar (eða nokkurn annan ef út í það er farið). Ég get alveg séð eitt og annað jákvætt í forsetatíð hans – innan um eitt og annað – og kannski eins og sýn mín er í dag ívið fleira - neikvætt. Ég bjó á Íslandi þegar fréttir bárust af ferðum hans með einkaþotum útrásarvíkinga og fannst það vissulega skjóta skökku við, en lét mig það almennt litlu varða, hafði sem fyrr um annað að hugsa. En hans tími er svo innilega og algerlega liðinn. Þess utan er það fáheyrt að lýðræðisríki leyfi jafn langa setu eins og sama forseta og hann er nú að teygja sig eftir og í raun þyngra en tárum taki að hann neiti að horfast í augu við það og leggi með því stein í götu þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú hafa komið fram. Í hópi meðframbjóðenda Ólafs er að finna efnilegt hugsjónafólk, fullt af eldmóði og metnaði, fólk sem ekki talar „föðurlega“ niður til þjóðarinnar og fólk sem þorir, getur og vill. En það var fyrst og fremst einn frambjóðandinn sem vakti von í brjósti mínu. Það er kona sem á markvissan og raunhæfan máta vill láta reyna á það til hvers embætti forseta Íslands er nytsamlegt. Andrea Ólafsdóttir er frambjóðandinn sem svarar öllum spurningum kjósenda sinna skýrt, skilmerkilega og af metnaði, víkur sér hvergi undan en gætir þess um leið að líta ekki á embætti forseta Íslands sem valdastöðu, heldur ætlar að virkja lýðræðið og gefa þjóðinni færi á að taka virkan þátt í ákvörðunum. Það sem er þó mikilvægast fyrir mig og mína fjölskyldu er að Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn. Andrea hefur nú þegar barist fyrir mig sem enn er skráð eigandi íbúðar á Íslandi í gegnum Hagsmunasamtök heimilanna. Nú ætlar hún að taka skref lengra og gera fólkinu í landinu kleift að sameinast um að hefja endurreisnarstarfið. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn – og ég hef sannfærst æ meir dag frá degi. Flestir sem ég hef rætt við eru sammála um að Andrea Ólafsdóttir komi fram sem sterkur og vænlegur frambjóðandi. En þegar að því kemur að ráðstafa atkvæði sínu kemur í ljós að hugur kjósenda fer ýmsar krókaleiðir. Tvenns konar skýringar hef ég einkum rekist á sem rök gegn því að kjósa Andreu. Þau fyrri stafa af því að fólk virðist þegar vera búið að gera upp hug sinn og velja annan frambjóðanda, sem er vissulega gott mál og ekkert við það að athuga, fyrir utan að fólk klikkir út með því að það vilji sjá Andreu á Alþingi. Eða að það ætli að kjósa hana næst. Þetta finnst mér ekki aðeins fullkomlega óskiljanlegt, heldur hreint og beint sorglegt. Andrea er ekki að bjóða sig fram til Alþingis og það er ekkert sem segir að hún hafi nokkurn hug á því, hvorki fyrr né síðar. Að segjast vilja kjósa hana í alþingiskosningum er viðlíka langsótt og að segjast vilja ráða umsækjandann sem kemur í atvinnuviðtal vegna starfs matráðs í starf kerfisfræðings... eða háseta eða félagsliða þess vegna, ef hann sæki einhvern tímann um það. Gerólíkir hlutir. Því síður er öruggt að treysta því að Andrea bjóði sig fram reglulega héðan í frá. Mig grunar að hún hafi margt betra við tíma sinn að gera. Síðari rökin eru enn algengari og virðast gegnsýra umræðuna nú þessa síðustu daga fyrir kosningar. Fólk skiptist í fylkingar með og á móti Ólafi annars vegar og Þóru hins vegar, fólksins sem var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð og hafa því frá upphafi verið máluð sem „andstæðingarnir tveir“. Ótrúlegasta fólk ætlar að kjósa Þóru Arnórsdóttur til þess eins að koma í veg fyrir áframhaldandi setu Ólafs – eða kjósa Ólaf einvörðungu til að hindra að Þóra komist að. Skynsamasta fólk tekur þátt í þessu tveggja turna tali, án þess að gera sér grein fyrir því að það eina sem þarf til að er það sjálft kúpli sig út úr leiknum og leyfi sér að velja þann frambjóðanda sem það hefur mesta trú. Þar sem ég á lögheimili erlendis brá ég mér í Laugardalshöllina á föstudaginn og kaus utan kjörfundar. Ég stimplaði nafn Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur á minn kjörseðil. Ég hef þar með lagt mitt af mörkum. Ég vona að fleiri geri hið sama.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun