Tæplega 45% ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum og 37% ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þá voru 10,1% þeirra sem tóku afstöðu sem lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmundsson, 4,6% vildu kjósa Herdísi Þorgeirsdótur, 2,0% Andreu J. Ólafsdóttur og tæp 2% Hannes Bjarnason. Könnunin var gerð dagana 13.-19. júní og voru þátttakendur á aldrinum 18-67 ára. 1816 manns svöruðu könnuninni á Netinu.
Ólafur enn með yfirhöndina
Jón Hákon Halldórsson skrifar
