Breiðablik komst upp í 2. sæti Pepsi-deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Val á Kópavogsvellinum í kvöld. Blikakonur unnu þarna langþráðan og mikilvægan sigur en Valsliðið var búið að vinna síðustu sjö deildar- og bikarleiki liðanna.
Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið strax á sjöttu mínútu eftir sendingu frá besta manni vallarsins Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Eftir leikinn er Breiðablik fjórum stigum á undan Val og tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Breiðabliks og Vals í Smáranum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Blikakonur unnu dýrmætan sigur á Val - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn





Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti
