Tilbury tjaldar öllu til á útgáfutónleikum í Iðnó 3. júlí 2012 16:30 Hljómsveitin Tilbury ætlar að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar með veglegum tónleikum í Iðnó á fimmtudagskvöld. Þar verður öllu til tjaldað; platan verður leikin í heild sinni í fyrsta sinn, valinkunnir tónlistarmenn munu aðstoða við tónlistarflutninginn, nýstirnin í Kiriyama Family munu sjá um upphitun og svo verður frumsýnt splúnkunýtt myndband við næstu smáskífu Tilbury, "Drama", sem unnið var af Helga Jóhannssyni og Atla Viðari Þorsteinssyni. Hljómsveitin Tilbury kom inn á sjónarsviðið fyrir um fjórum mánuðum síðan þegar smáskífa þeirra "Tenderloin" hóf að flakka um internetið. Mánuði síðar kom fyrsta breiðskífa sveitarinnar út, Exorcise, sem fékk meðal annars fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins og Vísis. Exorcise hefur nú setið efst í margar vikur samfleytt á plötulista Gogoyoko og jafnframt á topp tíu lista yfir mest seldu plötur á landinu og lagið "Tenderloin" hefur setið ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðva síðan það kom út. Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21 og miðaverð er 1800 krónur. Miða má nálgast hér á miði.is. Tónlist Tengdar fréttir Súrrealísk sumargjöf Stórfín frumraun Tilbury, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. Tónlistinni mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa "húkka". 24. maí 2012 10:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Tilbury ætlar að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar með veglegum tónleikum í Iðnó á fimmtudagskvöld. Þar verður öllu til tjaldað; platan verður leikin í heild sinni í fyrsta sinn, valinkunnir tónlistarmenn munu aðstoða við tónlistarflutninginn, nýstirnin í Kiriyama Family munu sjá um upphitun og svo verður frumsýnt splúnkunýtt myndband við næstu smáskífu Tilbury, "Drama", sem unnið var af Helga Jóhannssyni og Atla Viðari Þorsteinssyni. Hljómsveitin Tilbury kom inn á sjónarsviðið fyrir um fjórum mánuðum síðan þegar smáskífa þeirra "Tenderloin" hóf að flakka um internetið. Mánuði síðar kom fyrsta breiðskífa sveitarinnar út, Exorcise, sem fékk meðal annars fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins og Vísis. Exorcise hefur nú setið efst í margar vikur samfleytt á plötulista Gogoyoko og jafnframt á topp tíu lista yfir mest seldu plötur á landinu og lagið "Tenderloin" hefur setið ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðva síðan það kom út. Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21 og miðaverð er 1800 krónur. Miða má nálgast hér á miði.is.
Tónlist Tengdar fréttir Súrrealísk sumargjöf Stórfín frumraun Tilbury, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. Tónlistinni mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa "húkka". 24. maí 2012 10:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Súrrealísk sumargjöf Stórfín frumraun Tilbury, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. Tónlistinni mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa "húkka". 24. maí 2012 10:30