Enski boltinn

Kanoute bætist í hóp Kínafara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kanoute í baráttu við Sergio Busquets í leik Sevilla og Barcelona á liðinni leiktíð.
Kanoute í baráttu við Sergio Busquets í leik Sevilla og Barcelona á liðinni leiktíð. Nordicphotos/Getty
Kínverska úrvalsdeildin ætlar að verða vinsælt athvarf knattspyrnumanna sem komnir eru af besta aldri. Hinn 34 ára gamli Malímaður Freddie Kanoute gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Beijing Guoan á tveggja ára samningi.

Kanoute hefur komið víða við á löngum ferli. Síðustu sjö árin hefur hann verið á mála hjá Sevilla á Spáni en þar á undan nutu Lundúnarfélögin Tottenham og West Ham liðsinnis hans.

Kanoute er enn ein stjarnan úr evrópska fótboltanum sem ákveður að ljúka ferlinum í Kína þar sem launin þykja víst ekki af verri endanum.

Nýlega elti Dider Drogba fyrrum liðsfélaga sinn hjá Chelsea, Nicolas Anelka, til Shanghai Shenhua og allt útlit er fyir að Nígeríumaðurinn Yakubu semji við Guangzhou Fuli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×