Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu 28. júlí 2012 10:12 Fleiri bankar flækjast inn í Libormálið. Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði, en það eru þeir vextir sem almennt gilda á markaði fyrir lánsfé á milli bankastofnana. Millibankavextir eru breytilegir og fara eftir kjörum á markaði hverju sinni. Libor, sem er skammstöfun fyrir London Interbank Offered Rate, eru þeir vextir sem stærstu bankarnir í Lundúnum nota þegar þeir lána hvor öðrum. Þeir verðbréfamiðlarar sem taldir eru hafa gegnt lykilhlutverki í svindli með þessa vexti störfuðu hjá bresku bönkunum Barclays og Royal bank of Scotland og svissneska bankanum UBS, að því er Reuters greinir frá. Margir þessara manna gegna enn lykilstöðum hjá öðrum fjármálafyrirtækjum á Wall Street. Fréttin um markaðsmisnotkun með Libor-vextina er eitt stærsta hneykslið í fjármálaheiminum í langan tíma en til þessa hefur athyglin aðallega beinst að Barclays bankanum sem í síðasta mánuði gerði 453 milljóna dollara sátt við bandarísk og bresk stjórnvöld vegna málsins. Þá baðst stjórnarformaður bankans afsökunar í gær fyrir hönd bankans þegar afkoma á fyrrihluta þessa árs var kynnt, en hagnaður Barclays fyrir skatta jókst um 13 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og nam 4,2 milljörðum punda, jafnvirði 840 milljarða króna. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði, en það eru þeir vextir sem almennt gilda á markaði fyrir lánsfé á milli bankastofnana. Millibankavextir eru breytilegir og fara eftir kjörum á markaði hverju sinni. Libor, sem er skammstöfun fyrir London Interbank Offered Rate, eru þeir vextir sem stærstu bankarnir í Lundúnum nota þegar þeir lána hvor öðrum. Þeir verðbréfamiðlarar sem taldir eru hafa gegnt lykilhlutverki í svindli með þessa vexti störfuðu hjá bresku bönkunum Barclays og Royal bank of Scotland og svissneska bankanum UBS, að því er Reuters greinir frá. Margir þessara manna gegna enn lykilstöðum hjá öðrum fjármálafyrirtækjum á Wall Street. Fréttin um markaðsmisnotkun með Libor-vextina er eitt stærsta hneykslið í fjármálaheiminum í langan tíma en til þessa hefur athyglin aðallega beinst að Barclays bankanum sem í síðasta mánuði gerði 453 milljóna dollara sátt við bandarísk og bresk stjórnvöld vegna málsins. Þá baðst stjórnarformaður bankans afsökunar í gær fyrir hönd bankans þegar afkoma á fyrrihluta þessa árs var kynnt, en hagnaður Barclays fyrir skatta jókst um 13 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og nam 4,2 milljörðum punda, jafnvirði 840 milljarða króna.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira