Körfubolti

Risatroðsla Valanciunasar yfir Pavel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlalandslið Litháen í körfuknattleik fór illa með það íslenska í æfingaleik þjóðanna ytra á þriðjudaginn. Heimamenn unnu fimmtíu stiga sigur í leiknum 101-51.

Óhætt er að segja að mikill hæðamunur sé á leikmönnum þjóðanna og fékk Pavel Ermolinski að kenna á því í einni risatroðslu Litháanna.

Þá fékk Jonas Valančiūnas skrautsendingu af spjaldinu og þótt Pavel var greinilega meðvitaður hvað Litháarnir ætluðu að gera var engin leið að stöðva það. Troðsluna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Strákarnir töpuðu stórt á móti Ólympíuliði Litháa

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti fá svör á móti Ólympíuliði Litháa í æfingaleik í Siemens-höllinni í Vilinius í kvöld. Litháen var komið 20 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og vann leikinn á endanum með 50 stigum, 101-51.

Svona úrslit munu ekki endurtaka sig

Íslenska körfuboltalandsliðið átti fá svör á móti sterku Ólympíuliði Litháa í Vilníus í gærkvöldi en fyrirliðinn Hlynur Bæringsson er hvergi banginn og segir íslensku strákana staðráðna í að gera Evrópukeppnina að jákvæðu móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×