Körfubolti

Íslensku strákarnir lögðu úrvalslið Litháen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / KKÍ
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann þrettán stiga sigur á úrvalsliði leikmanna frá Litháen 88-75 en leikið var í Litháen í dag.

Í fréttatilkynningu frá KKÍ kemur fram að siguirinn hafi verið fínn. Nokkrir góðir kaflar hafi verið hjá íslenska liðinu í leiknum en þó hafi botninn dottið úr leik liðsins í síðari hálfleik. Sigurinn hafi þó aldrei verið í hættu.

Hlynur Bæringsson var stigahæstur með 19 stig.

Íslenska liðið mætir landsliði Litháen á þriðjudaginn klukkan 16. Um er að ræða síðasta leik Litháa fyrir Ólympíuleikana sem settir verða á föstudag.

Tölfræði íslensku leikmannanna

Hlynur Bæringsson 19 stig og 6 fráköst

Jón Arnór Stefánsson 14 stig og 9 stoðsendingar

Finnur Atli Magnússon 15 stig

Logi Gunnarsson 13 stig

Pavel Ermolinski 8 stig og 6 stoðsendingar

Helgi Már Magnússon 7 stig

Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar

Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4 stig

Ægir Þór Steinarsson 2 stig og 3 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×